Að fá aðstoð

Við gerð viðskiptaáætlunar kemur iðulega upp á yfirborðið margvíslegir þættir sem eru óleystir og skoða þarf betur. Mikilvægt er að hunsa ekki slík atriði en úrbætur á þessu sviði eru mikilvæg fyrirtækjum. Aðstoð getur verið með margvíslegum hætti. Eins og t.d: 

  • Fjárhagsleg. Hægt að skoða nánar á síðunni fjármögnun.
  • Mentor. Að fá álit og skoðun frá reynslumiklum aðilum í atvinnulífi, reyndum frumkvöðlum eða einhverjum sem hefur yfir að ráða lykilþekkingu á viðkomandi tækni eða geira.
  • Tæknileg. Aðstoð sem snýr að því að bregðast við götum í þekkingu og reynslu teymisins, svo sem á sviði tækni, fjármála, lögfræði eða markaðsmála.
  • Kynningar og tengslamyndun. Aðstoð við að mynda tengsl við fjárfesta, birgja, viðskiptavini og lykilfólk í geiranum.
  • Aðstaða. Grunnatriði eins og húsnæði, tölvubúnaður og aðrir nauðsynlegir þættir.

Aðstoð og leiðbeiningar við ofangreinda þætti má meðal annars fá á eftirfarandi stöðum:

KLAK innovit
startupreykjavik.com

Startup Reykjavík er vettvangur fyrir sprotafyrirtæki sem eru að leita að fjármögnun. Startup Reykjavík heldur 10 vikna prógram í Reykjavík á hverju ári þar sem hugmyndir eru valdar inn til að taka þátt í ferlinu, sem byggt er upp með mentor fyrirkomulagi. Valin fyrirtæki eða hugmyndir fá að andvirði

16.000 Bandaríkjadollara fjármögnun frá Arion banka sem fær á móti 6% hlut í fyrirtækinu. Frekari upplýsingar er að finna á startupreykjavik.com.

Gulleggið
gulleggid.is

Icelandic Startups stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu.

Keppnin er haldin að fyrirmynd  MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafna- fólk til að öðlast þjálfun og reynslu í

mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri styrki, fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag.

Einnig er hægt að leita til:

  • Atvinnuþróunarfélaga víðsvegar um landið
  • Háskólanna
  • ANA á á Akureyri
  • Ásbrúar
  • Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands