Samtök ferðaþjónustunnar, Íslenski ferðaklasinn og KPMG héldu í morgun sína árlegu Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar. Málstofan var haldin í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni 27 en hún markaði jafnframt upphaf ferðaþjónustuvikunnar 2025.
Fjölmenni var á fundinum þar sem kynntar voru niðurstöður viðhorfskönnunar sem KPMG framkvæmdi meðal ferðaþjónustufyrirtækja um áramótin, auk þess sem rætt var um samkeppnishæfni greinarinnar og áhrif tækni og gervigreindar á framtíð hennar.
Nýskipaður ráðherra ferðamála, Hanna Katrín Friðriksson ávarpaði gesti í upphafi málstofunnar en þetta var fyrsta opinbera ávarp hennar til hagaðila innan ferðaþjónustunnar.