Fyrirtæki um allan heim undirbúa sig fyrir auknar kröfur um lögbundna upplýsingagjöf um sjálfbærni. Í alþjóðlegri rannsókn sem KPMG kynnti nýlega er skoðað hvernig fyrirtæki haga sinni upplýsingagjöf og eru Íslensk fyrirtæki hluti af rannsókninni. Sama rannsókn hefur verið gerð í 13 skipti og er því hægt að sjá samanburð milli ára allt aftur til 1993. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á morgunfundi KPMG þann 28. Nóvember.

Í rannsókninni kemur fram að upplýsingagjöf um sjálfbærni er í auknum mæli að verða hluti af hefðbundinni upplýsingagjöf fyrirtækja þegar kemur að allra stærstu fyrirtækjunum á heimsvísu og í hverju landi. Niðurstöðurnar fyrir Ísland sýna að stærstu íslensku fyrirtækin eru nær öll að veita upplýsingar um sjálfbærni, eða 95 af hundraði. Ísland raðar sér því meðal efstu landa í könnuninni. 

Helstu niðurstöður:

  • Ísland er með hæsta hlutfall félaga sem greinir frá flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) í sjálfbærniupplýsingagjöf.

  • Sjá má stórt stökk í upplýsingagjöf um mikilvægisgreiningar. Félög á Íslandi eru byrjuð að gera slíkar greiningar í auknum mæli.

  • Engin breyting er frá síðustu könnun á því hversu mörg félög á Íslandi eru að setja sér markmið um losun gróðurhúsalofttegunda á meðan aukning er á slíkri markmiðasetningu í Evrópu.

  • Það eru færri fyrirtæki á Íslandi sem ætla að ná loftlagsmarkmiðum sínum með því að eingöngu kolefnisjafna. 

  • Fleiri íslensk fyrirtæki greina nú frá þeirri áhættu sem tengist sjálfbærni en áður. 

  • Í heildina litið má segja að íslensk fyrirtæki séu í sókn hvað varðar upplýsingagjöf um sjálfbærni.

Nánari upplýsingar veita:

informative image