Við bjóðum þér til okkar á morgunfund miðvikudaginn 26. júní frá kl. 8:30 - 10:00 í Borgartúni 27 þar sem fjallað verður um eiginleika og framtíð Excel, einu útbreiddasta verkfæri viðskiptalífsins. Fjárhagsupplýsingar og uppgjör byggja í nánast öllum tilfellum á upplýsingum sem unnar hafa verið í Excel og þá byggja flestar ákvarðanir á upplýsingum sem unnar hafa verið í Excel.

Endalokum Excel hefur lengi verið spáð, en þó er notkun þess álíka útbreidd og undanfarna áratugi. Á fundinum verða eiginleikar Excel ræddir, hvernig búast má við að þeir þróist til framtíðar og hvort Excel geti áfram verið samkeppnishæft í heimi gervigreindar, big data og síaukinna krafna um hraða. Þá verður fjallað um bestu framkvæmd í þróun lausna í Excel til áreiðanlegrar, einfaldrar og skýrrar upplýsingavinnslu.

Dagskrá

  • Þróun og framtíð Excel
    Rachel Goddin, Modelling Director hjá KPMG í Bretlandi
    Matthew Oldham, Modelling Manager hjá KPMG í Bretlandi
  • Ferill við líkanasmíði
    Valdimar Daðason, Manager hjá KPMG á Íslandi
  • Útvíkkun Excelsins
    Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Fundarstjóri er Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar.

Fundurinn fer bæði fram í Borgartúni 27 og á Teams. Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.

informative image