Miðvikudaginn 26. júní hélt KPMG, í samstarfi við Stjórnvísi, morgunfund þar sem fjallað var um eiginleika og framtíð Excel, einu útbreiddasta verkfæri viðskiptalífsins. Fjárhagsupplýsingar og uppgjör byggja í nánast öllum tilfellum á upplýsingum sem unnar hafa verið í Excel og þá byggja flestar ákvarðanir á upplýsingum sem unnar hafa verið í Excel.
Endalokum Excel hefur lengi verið spáð, en þó er notkun þess álíka útbreidd og undanfarna áratugi. Á fundinum voru eiginleikar Excel ræddir, hvernig búast má við að þeir þróist til framtíðar og hvort Excel geti áfram verið samkeppnishæft í heimi gervigreindar, big data og síaukinna krafna um hraða. Þá var fjallað um bestu framkvæmd í þróun lausna í Excel til áreiðanlegrar, einfaldrar og skýrrar upplýsingavinnslu.
Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar sá um fundarstjórn.
Upptökur af erindum fundarins
Við getum aðstoðað þig
KPMG aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við smíði og prófanir á Excel-líkönum, sem eykur gæði upplýsinga og styður árangursríkari ákvarðanatöku. Með reynslu og þróaðri aðferðafræði veitir KPMG ráðgjöf og beitir verkfærum svo líkönin uppfylli strangar gæðakröfur. Við vinnum náið með viðskiptavinum við að greina þarfir og hanna lausnir sem bæta yfirsýn og stjórn fjárhagslegra og rekstrarlegra þátta. Þá leggjum við áherslu á villuprófanir líkana til að staðfesta áreiðanleika og réttleika og skýra skjölun líkana til að styðja við árangursríkan rekstur þeirra til framtíðar.