Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9:00 býður KPMG til 45 mínútna fundar í streymi, þar sem fjallað verður um áhrif laga nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara á starfsemi opinberra aðila.
Samkvæmt lögum þurfa öll fyrirtæki og stofnanir með 50 eða fleiri starfsmenn að setja sér reglur um móttöku, meðhöndlun og afgreiðslu tilkynninga um möguleg lögbrot og ámælisverða háttsemi innan starfseminnar.
Á þessum fundi munum við hjá KPMG kynna örugga og notendavæna þjónustu fyrir tilkynningar um lögbrot og ámælisverða háttsemi innan fyrirtækja og stofnana sem auðveldar viðskiptavinum að uppfylla skyldur laganna.
Dagskrá fundarins:
- Hvaða áhrif hafa lögin á starfsemi opinberra aðila? Helstu kröfur laga nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara, Björg Anna Kristinsdóttir, KPMG
- Vitinn, örugg og notendavæn þjónusta fyrir tilkynningar um lögbrot og ámælisverða háttsemi innan fyrirtækja, Eva M. Kristjánsdóttir, KPMG