Kristín Sif Magnúsdóttir Laxdal

Sérfræðingur

KPMG á Íslandi

Kristín hóf störf á skatta- og lögfræðisviði KPMG í janúar 2020. Áður starfaði Kristín sem lögfræðingur og löglærður fulltrúi hjá ríkisskattstjóra, þ. á m. hjá fyrirtækjaskrá, í þjónustuveri og í launþegadeild.

Reynsla​

Helstu sérsvið Kristínar og verkefni eru að meginstefnu á sviði félagaréttar, almennrar fyrirtækjalögfræði og innlends og alþjóðlegs skattaréttar.​

Í störfum sínum hjá KPMG hefur Kristín að mestu komið að verkefnum er tengjast almennum félaga- og skattarétti, svo sem verkefnum tengdum samrunum, skiptingum, kaupum og sölum fyrirtækja og almennri samningagerð. Þá hefur hún einnig tekið þátt í mörgum lagalegum áreiðanleikakönnunum og ýmsum verkefnum á sviði innflytjendamála, til að mynda aðstoð vegna umsókna um atvinnu- og dvalarleyfi.​

Sérsvið​

Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf, skattaréttur, samruni fyrirtækja, kaup og sala fyrirtækja, samningagerð​

Menntun​

  • Mag. jur. gráða í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2019.​

  • BA-gráða í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2017.