Helga starfaði á endurskoðunarsviði KPMG áður en hún réði sig sem innri endurskoðandi hjá Símanum og síðar Giltni. Hún snéri aftur á ráðgjafarsvið KPMG árið 2007 og hefur verið hluthafi hjá félaginu frá því ári. Hún hefur sérhæft sig í áhættustýringu, sjálfbærni og innri endurskoðun. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á innra eftirlit og sérstakar skoðanir t.d. vegna sviksemi.
Hún er og hefur verið umboðsmaður skuldabréfaeigenda, veðgæsluaðili og sérstakur skoðunarmaður vegna útgáfu skuldbréfa. Helga hefur komið að staðfestingavinnu vegna sérstakra úttekta.
Helga hefur haldið fjölda námskeiða um áhættustýringu og innra eftirlit. Hún hefur einnig kennt við opna Háskólann í Reykjavík auk þess sem hún hefur haldið námskeið til að aðstoða stjórnendur og stjórnarmenn í eftirlitsskyldum félögum sem undirbúning þeirra fyrir hæfispróf hjá FME.
Hægt er að hafa samband við Helgu á netfanginu: hhardardottir@kpmg.is
Sérsvið
Áhættustýring, sjálfbærni, ófjárhagslegar upplýsingar, onnri endurskoðun, umboðsmaður skuldabréfaeigenda, rannsókn á sviksemi.
-
Cand. Oecon frá viðskiptadeild, HÍ
-
Löggiltur endurskoðandi