Helstu verkefni Ástu Brár hafa síðastliðin ár verið ráðgjöf í tengslum við kaup- og söluferli fyrirtækja en að auki hefur hún viðamikla reynslu af verðmati, þar á meðal verðmati á eignum og skuldbindingum í tengslum við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) til að mynda kaupverðsútdeilingar (e. Purchase Price Allocation), virðisrýrnunarpróf, mat á óefnislegum eignum og fjármálagjörningum.
Þá hefur hún einnig reynslu af áætlunargerð, smíði fjárhagslíkana og áreiðanleikakönnunum.
-
M.Sc í fjármálum frá Lund University
-
B.Sc. í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands