Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson

Hluthafi

KPMG á Íslandi

Kristbjörn hefur víðtæka reynslu af vinnu fyrir fjölbreytt fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum.

Kristbjörn hóf störf í endurskoðun hjá KPMG árið 2012. Hann hefur lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019.

Kristbjörn leggur sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri.

Hann býr yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hefur hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hefur verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar.

Kristbjörn er í sérfræðihópi hjá KPMG í endurskoðun DPP (Department of Professional Practice)  og m.a. sérhæft sig samstæðuendurskoðun. Þar hefur hann haft aðkomu að því að fylgjast með breytingum á kröfum sem gerðar eru til endurskoðunar og reikningsskila ásamt veikleikum sem koma upp og bjóða uppá úrræði fyrir endurskoðendur til þess að þeir geti fylgt lögum og bætt gæði. Þetta felst í því að útbúa leiðbeiningar, fyrirmyndir, fræðsluefni, fréttir og vera til staðar til að svara fyrirspurnum frá endurskoðunarteymum.