Jón Hrói hefur mikla þekkingu á málefnum sveitarfélaga og yfir 20 ára reynslu af störfum fyrir sveitarfélög, bæði sem stjórnandi og sem ráðgjafi. Jón Hrói hefur starfað sem þróunarstjóri Fjallabyggðar, sviðsstjóri hjá Akraneskaupstað og Akureyrarbæ og sem sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps og Þingeyjarsveitar.
Í starfi sínu sem ráðgjafi hefur Jón Hrói unnið mikið með með sveitarfélögum í aðdraganda
og kjölfar sameiningarkosninga, auk þess að vinna að stefnumótun, rekstrarúttektum, endurskoðun verklags og fleiru sem viðkemur opinberum rekstri.
Jón Hrói hefur einnig umtalsverða reynslu af verkefnastýringu og innleiðingu breytinga.