KPMG Law er sérhæfð lögmannsstofa í alþjóðlegu samstarfi KPMG sem leggur áherslu á að vera augljóst val viðskiptavina. KPMG Law býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG Law starfa á þriðja tug lögmanna, lögfræðinga og annarra sérfræðinga. Okkar sérfræðingar starfa náið með öðrum sérfræðingum KPMG sem gerir okkur kleift að veita þjónustu á breiðum grunni, hvort sem er á sviðum lögfræði, fjármála eða rekstrar. Sérfræðingar okkar þekkja lögin og skilja áhrif þeirra á rekstur.

Lögfræðistörf hjá KPMG Law

Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum lögfræðingum til þess að sinna fjölbreyttri ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina í frammistöðudrifnu umhverfi. Starfsfólk okkar vinnur náið með ráðgjöfum á sviðum fjármála og rekstrar, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn lögfræðiráðgjöf og greining fyrir viðskiptavini KPMG.
  • Samninga- og skjalagerð.
  • Þátttaka í framkvæmd áreiðanleikakannana.
  • Aðstoða við þjónustu og samninga tengda kaupum, samrunum, fjármögnun og sölu á fyrirtækjum.

Hæfniskröfur:

  • Meistaragráða í lögfræði.
  • Reynsla á sviði félagaréttar, skattaréttar og/eða viðskiptalögfræði er kostur.
  • Brennandi áhugi á fjármálum fyrirtækja, rekstri og viðskiptum.
  • Þjónustulund.
  • Þekking og áhugi á stafrænni þróun og tækni er mikill kostur.
  • Framúrskarandi hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.

Að vinna hjá KPMG Law

Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG Law:

  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
  • Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum og þróast í starfi.
  • Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
  • Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
  • Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
  • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
  • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
  • Og margt fleira.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2023.

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hér á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is.