Gildin okkar sýna hvað við stöndum fyrir og hvað er okkur mikilvægt. Þau leiðbeina okkur og hafa áhrif á framkomu okkar og ákvarðanir á degi hverjum. Við eigum öll þátt í að móta velgengni KPMG. Með því að sýna gildin í verki getum við skapað okkur trausta stöðu sem áreiðanlegt og faglegt fyrirtæki á sviði sérfræði-þjónustu og mótað þannig viðhorf annarra til okkar.

Integrity - Heilindi

Við veljum réttu leiðina

 • með því að sýna ávallt gott fordæmi með vinnubrögðum okkur og góðu siðferði
 • með því að vera hreinskilin og heiðarleg í orðum og gjörðum
 • með því að komast í gegnum álagsstundir og krefjandi aðstæður með einlægni

Heilindi merkir að við erum heiðarleg, sanngjörn og samkvæm í orðum okkar, athöfnum og ákvörðunum – bæði innan og utan vinnustaðarins.

Við berum ábyrgð á eigin hegðun og fylgjum siðgæðiskröfum til hins ýtrasta öllum stundum, líka þegar við erum undir álagi. Við stöndum við loforð okkar og leiðum með góðu fordæmi.

Excellence - Framúrskarandi árangur

Við hættum aldrei að læra og gera betur

 • Við setjum viðmið fyrir framúrskarandi gæði
 • Við byggjum á núverandi frammistöðu og menningu fyrirtækisins
 • Við öxlum ábyrgð á verkum okkar

Að skara fram úr þýðir að skila ávallt frábærum árangri í samræmi við ítrustu kröfur.

Okkur tekst það með því að halda árvekni og taka persónulega ábyrgð á því sem við lærum. Við leitum sífellt leiða til að bæta störf okkar með því að safna upplýsingum og vera næm fyrir aðstæðum. Við erum ávallt opin fyrir nýjum áskorunum og athugasemdum því þannig getum við þroskast og bætt okkur.

Courage - Hugrekki

Við hugsum djarft og framkvæmum umbúðalaust

 • Við eigum opin og bein samskipti
 • Við sækjum í nýsköpun og nýjar hugmyndir
 • Við sýnum þrautseigju til að skera okkur úr á markaðnum

Hugrekki snýst um að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og hreinskilin gagnvart eigin takmörkunum þegar kemur að þekkingu og reynslu.

Það snýst um að beita gagnrýninni hugsun og spyrja spurninga þegar við erum í vafa. Við látum vita þegar við verðum vör við eitthvað sem við teljum vera rangt og styðjum þá sem hafa hugrekki til að tala upphátt um hlutina. Hugrekki felur í sér að þora að stíga út fyrir þægindarammann og framkvæma það sem máli skiptir fyrir alla okkar hagsmunaaðila.

Together - Samheldni

Við berum virðingu fyrir hvert öðru og eflumst með því að nýta mismunandi styrkleika okkar

 • Sýnum umhyggju og tillitsemi í garð annarra
 • Fögnum fjölbreytileika og höldum hópinn
 • Störfum saman innan og milli starfshópa

Við skilum okkar besta verki þegar við vinnum saman í hópum, á milli hópa og í samvinnu við aðra utan fyrirtækisins.

Samvinna er mikilvæg því við vitum að öflugt samstarf mótar skoðanir og eykur sköpunarkraftinn. Við tökum vel á móti fólki með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta hæfileika, viðhorf og lífsreynslu og tryggjum að raddir allra heyrist. Við berum umhyggju fyrir hvert öðru, sýnum tillitsemi og gerum allt sem við getum til að skapa þægilegt vinnuumhverfi þar sem öllum finnst þeir eiga heima.

For Better - Bjartari framtíð

Verk okkar skipta máli

 • Við þjónum og styðjum við markaði okkar og samfélagið í heild
 • Við vinnum að því að efla fyrirtækið fyrir komandi kynslóðir
 • Við höfum jákvæð áhrif á samfélagið

Bjartari framtíð felur í sér að horfa fram á við og setja sér langtímamarkmið, líka í okkar daglegu ákvörðunum, því við viljum styrkja KPMG til framtíðar.

Við missum aldrei sjónar á mikilvægi þess að byggja upp traust í garð fjármagnsmarkaða og viðskipta. Við setjum mark okkar á samfélagið með því að gera sjálfbærar og jákvæðar breytingar fyrir samfélagið allt og vinnum ötullega að því að bæta heiminn.